17 ágú 2016

Upphaf haustannar

Menntaskólinn á Ísafirði býður alla nemendur, kennara og annað starfsfólk velkomið til starfa á haustönn 2016. Upphaf haustannar er með eftirfarandi hætti:

19. ágúst: 
Stundaskrár opnast í INNU. Námsgagnalisti nemenda er í INNU og einnig hér.

22. ágúst:
  
Skólasetning á sal skólans kl. 9:00.

 

Nýnemakynning í stofu 17 (fyrirlestrarsal að skólasetningu lokinni).

Töflubreytingar fara fram milli kl. 10:00 og 14:00. Nemendur sækja sér númer hjá ritara. Athugið að nýnemar þurfa að öllu jöfnu ekki að fara í töflubreytingar.

23. ágúst:
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu.

 

Fundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema í stofu 17 (fyrirlestrarsal) kl. 18:00.

24. ágúst – 25. ágúst:

Nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði.

 

30. ágúst

Skráningu í fjarnám lýkur.

 

1. september:
Kennsla í fjarnámi hefst.

 

Kynningarfundur fyrir nemendur með lesblindu kl. 15:15 í stofu 17 (fyrirlestrarsal). Kynning á hljóðbókum og fleiru gagnlegu en nemendur sem hafa aðgang að Hljóðbókasafni Íslands geta nálgast margar af kennslubókum sínum hjá safninu.

2. september

Kennsla í skipstjórnarnámi hefst

12. september
Síðasti dagur til að segja sig úr áfanga á haustönn 2016.

 

12 ágú 2016

Bilun í símkerfi

Símkerfi skólans er bilað og ekki er vitað hvenær viðgerð verður lokið. Hægt er að ná sambandi við ritara í síma 4504400 en þeim sem þurfa að ná sambandi við stjórnendur skólans, er bent á að hringja í bein símanúmer sem hér segir:

Skólameistari - 4504401
Aðstoðarskólameistari - 4504402
Áfangastjóri - 4504418
Fjármálastjóri - 4504404


4 ágú 2016

Skólasetning

Menntaskólinn á Ísafirði verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 9:00 á sal skólans. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 23. ágúst kl. 8:10. Þann sama dag er boðað til fundar með foreldrum og forráðamönnum nýnema. Fundurinn hefst kl. 18:00 í fyrirlestrarsal skólans, stofu 17. Miðvikudaginn 24. ágúst fara nýnemar í náms- og samskiptaferð að Núpi í Dýrafirði og gista þar eina nótt.
22 jún 2016

Lokun vegna sumarleyfa

Skrifstofa Menntaskólans á Ísafirði er lokuð vegna sumarleyfa til 2. ágúst 2016. Brýn erindi má senda á netfangið jon@misa.is
21 jún 2016

Innritun lokið

Innritun nýnema fyrir haustönn er nú lokið. Allir nýnemar eiga að fá bréf frá skólanum í dag með öllu helstu upplýsingum um skólann og komandi haustönn. Eldri nemendur sem innrituðu sig í skólann eiga að vera búnir að fá samskonar bréf. Við bjóðum nýja nemendur hjartanlega velkomna í skólann en skólinn verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 9:00.
2 jún 2016

Skrifstofan lokuð 3. og 6. júní

Skrifstofa Menntaskólans verður lokuð föstudaginn 3. júní og mánudaginn 6. júní vegna fundarhalda og námskeiða. Hægt er að hafa samband við skólann með því að senda tölvupóst á heidrun@misa.is

1 jún 2016

Útskrift

Laugardaginn 28. maí útskrifuðust 41 nemandi frá Menntaskólanum á Ísafirði. Einn nemandi útksrifaðist með diplómu í förðunarfræði, 8 með A-réttindi vélstjórnar og 31 stúdent.  Auk þess útskrifaðist einn nemandi af rafvirkjabraut frá Tækniskóla Íslands. Dux Scholae, með meðaleinkunnina 9,21, er Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund. Semidux er Arna Kristbjörnsdóttir með meðaleinkunnina 9,09.

Við útskriftarathöfnina sem fram fór í Ísafjarðarkirkju voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur:
  • Verðlaun Orkubús Vestfjarða fyrir góðan árangur í vélstjórnargreinum hlaut Þórir Örn Jóhannsson.
  • Verðlaun fyrir góða ástundun og árangur í vélstjórnargreinum, gefin af Kristjáni G. Jóhannssyni og Ingu S. Ólafsdóttur til minningar um hjónin Margréti Leósdóttur og Jóhann Júlíusson, hlaut Guðfinnur Ragnar Jóhannsson.
  • Verðlaun Landsbankans fyrir framúrskarandi árangur í sálfræði og uppeldisfræði hlaut Kristín Harpa Jónsdóttir.

  • Verðlaun Íslandsbanka  fyrir framúrskarandi árangur í félagsgreinum hlaut Kristín Harpa Jónsdóttir.                    

  • Verðlaun Sögufélags Ísfirðinga fyrir framúrskarandi árangur í sögu hlaut Haraldur Jóhann Hannesson.

  • Verðlaun Menntaskólans á Ísafirði fyrir framúrskarandi árangur í íslensku hlaut Isabel Alejandra Diaz.

  • Verðlaun Eymundsson fyrir framúrskarandi árangur í ensku hlaut Isabel Alejandra Diaz.

  • Verðlaun Hugvísindasviðs Háskóla Íslands  fyrir framúrskarandi árangur í erlendum tungumálum hlaut Isabel Alejandra Diaz.

  • Verðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir hæstu meðaleinkunn í eðlisfræði og stærðfræði hlaut Arna Kristbjörnsdóttir.

  • Verðlaun Kerecis fyrir framúrskarandi árangur í líffræði og lífeðlisfræði hlaut Arna Kristbjörnsdóttir.

  • Verðlaun Sjóvá fyrir félagsstörf hlaut Melkorka Ýr Magnúsdóttir.

  • Verðlaun Málningarbúðarinnar á Ísafirði fyrir framúrskarandi árangur í myndlist hlaut Ómar Karvel Guðmundsson.

  • Verðlaun Ísfirðingafélagsins í Reykjavík. veitt til minningar um Jón Leós fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og félagsstörf hlaut Sigríður Salvarsdóttir.

  • Verðlaun Þýska sendiráðsins fyrir framúrskarandi árangur í þýsku hlaut Þórhildur Bergljót Jónasdóttir.

  • Verðlaun Danska sendiráðsins fyrir framúrskarandi árangur í dönsku hlaut.

    Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund.

  • Verðlaun Gámaþjónustu Vestfjarða fyrir framúrskarandi árangur í náttúrufræði og umhverfismennt hlaut Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund.

  • Verðlaun til minningar um Guðbjört Guðbjartsson, gefin af Ragnheiði Hákonardóttur, Guðbjarti Ásgeirssyni og fjölskyldu fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum hlaut Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund.

  • Verðlaun Aldarafmælissjóðs Ísafjarðarbæjar, veitt fyrir hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi, hlaut Dux Scholae,Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund. 

Þrír útskriftarnemar fluttu tónlist við athöfnina.  Kjartan Elí Guðnason lék á orgel Toccata í d-moll eftir J.S. Bach, Kristín Harpa Jónsdóttir lét á píanó Juba Dance ans úr In the bottoms eftir R.N. Dett og Sigríður Salvarsdóttir söng 

Voi che Sapete, aría Cherubinos úr Brúðkaupi Figarós eftir W.A. Mozart við undirleik Iwonu Frach.

Við athöfnina fluttu fulltrúar afmælisárganga ávörp. Fyrir hönd 10 ára stúdenta flutti ávarp Unnþór Jónsson, fyrir hönd 20 ára Kristján Freyr Halldórsson, fyrir hönd 30 ára Steinunn Kristjánsdóttir og Einar Eyþórsson flutti ávarp fyrir hönd 40 ára stúdenta.

Menntaskólinn á Ísafirði óskar öllum útskriftarefnum innilega til hamingju með áfangann.

1 jún 2016

Skólagjöld haustannar

Álagningarseðlar fyrir skólagjöld haustannar 2016 verða ekki sendir í pósti. Rukkun hefur verið stofnuð í hemabanka, forráðamenn yngri en 18 ára fá rukkun í sinn heimbanka.

 

Gjöld haustannar eru;

 

Innritunargjald, kr. 6.000

Þjónustugjald, kr. 9.000
Nemendafélagsgjald, kr. 6.500 

Samtals kr. 21.500

30 maí 2016

Ný jafnréttisáætlun

Jafnréttisnefnd skólans hefur unnið nýja jafnréttisáætlun. Áætlunin hefur nú verið yfirfarin og samþykkt af Jafnréttisstofu og uppfyllir hún þær kröfur sem gerðar eru. Jafnréttisáætlunina má finna hér á heimasíðu skólans.
27 maí 2016

Útskrift

Útskrift frá Menntaskólanum á Ísafirði verður laugardaginn 28. maí n.k. Athöfnin hefst kl. 13:00 (útskriftarnemar mæta kl. 11:45) í Ísafjarðarkirkju. Að þessu sinni útskrifast alls 41 nemandi, einn með diplómu í förðunarfræði, 8  með A-réttindi vélstjórnar, einn lýkur prófi af vélvirkjabraut og 31 stúdent. Öllum er velkomið að mæta á útskriftarathöfnina.