10 maí 2016

Styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands 2016

Styrkjum úr Afreks- og hvatningasjóði Háskóla Íslands verður úthlutað í 9. sinn í júní n.k. Styrkirnir eru veittir framaldsskólanemum sem ná afburðarárangri og innritast í Háskóla Íslands. Um er að ræða styrki að fjárhæð 300.000 krónur hver, auk þess sem styrkþegar fá skráningargjöldin endurgreidd. Annað árið í röð eru þrír styrkir sérstaklega ætlaðir þeim nemendum sem hyggja á kennaranám eða annað nám í menntavísindum. Þá er stjórn sjóðsins heimilt að veita allt að þrjá styrki til nýnema sem sýnt hafa fram á sérstakar framfarir í námi sínu eða náð góðum námsárangri þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 

Frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna á slóðinni: http://sjodir.hi.is/afreks_og_hvatningarsjodur_studenta_haskola_islands 

Umsóknarfrestur um nám við Háskóla Íslands sem og um styrki úr sjóðnum er til 5. júní n.k.
9 maí 2016

Styrktarhlaup NMÍ

Líkt og á haustönn stendur Nemendafélag MÍ fyrir styrktarhlaupi þar sem allur ágóði mun renna til styrkstar Krabbameinsfélaginu. Hlaupið verður miðvikudaginn 11. maí og hefst kl. 17, lagt er af stað frá Menntaskólanum. Hlaupnar verða þrjár vegalengdir, 2,5 km, 5 km og 10 km. Þátttökugjald er lágmark 500 krónur en hærri framlög eru að sjálfsögðu einnig vel þegin. Allir eru hvattir til að mæta í bláu og hlaupa til styrktar góðu málefni.
25 apr 2016

Skólaalmanak 2016-2017

Skólalamanak næsta vetrar hefur verið samþykkt í skólaráði. Almanakið er hér á meðfylgjandi mynd og má skoða nánar með því að smella hér.
16 apr 2016

Ný stjórn nemendafélagsins

Í gær fóru fram kosningar í stjórn nemendafélagsins (NMÍ). veturinn 2016-2017. Nýkjörin stjórn er sem hér segir:

Formaður - Aðalbjörn Jóhannsson
Gjaldkeri - Friðrik Þórir Hjaltason
Ritari - Julo Thor Rafnsson
Menningarviti - Helga Þórdís Björnsdóttir
Málfinnur - Ingunn Rós Kristjánsdóttir
Formaður LNMÍ - Emma Jóna Hermannsdóttir
Formaður íþróttaráðs - Hjalti Hermann Gíslason

Nýrri stjórn er óskað til hamingju og einnig velfarnaðar í störfum sínum næsta vetur.

5 apr 2016

Fyrirlestur fyrir foreldra og forráðamenn um tölvufíkn

Í kvöld kl. 20 verður Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson með fyrirlestur fyrir foreldra og forráðamenn um helstu einkenni tölvufíknar.  Þorsteinn er kennari og hefur sjálfur glímt við tölvufíkn. Hann heldur úti vefsíðunni www.tolvufikn.is en síðan er hönnuð til að hjálpa foreldrum barna í tölvuuppeldi, aðstoða tölvufíkla til að takst á við fíknina og fræða almennt um tölvufíkn.

Á fyrirlestrinum er farið lauslega yfir helstu einkenni tölvufíknar og skoðað hverjir eru líklegir til þess að þróa með sér slíka fíkn. Einnig er farið í ýmsar ráðleggingar fyrir tölvufíkla og aðstandendur þeirra. Nemendur MÍ munu fara á fyrirlestur með Þorsteini á morgun, miðvikudag.

Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði og hefst kl. 20:00. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir.
31 mar 2016

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. apríl

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og og á morgun, 1. apríl, eru allir hvattir til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum.


Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins. 


Fögnum fjölbreytileikanum og styðjum við bakið á einhverfum börnum. Klæðumst bláu á föstudaginn! #blarapril

30 mar 2016

Valdagur 31. mars 2016

Allir þeir sem ætla að stunda nám við skólann á haustönn 2016 þurfa að velja sér áfanga. Allar helstu upplýsingar um valið má nálgast hér.

 

Valið hefst í fundartímanum, kl. 10:30-11:30. Nýnemar eiga að hitta sína umsjónarkennara, aðrir nemendur geta leitað til námsráðgjafa og áfangastjóra.

 

Umsjónarkennararar og stofur:

Andrea - stofa 6                                                 

Anna Jóna - stofa 12                                        
Friðrik – verkmenntahús
Guðjón Torfi - stofa 5                                             
Sólrún - stofa 1
Tryggvi - verkmenntahús

 

 

11 mar 2016

Páskafrí

Skólinn verður lokaður dagana 14.-18. mars vegna skólaheimsóknar starfsmanna til Edinborgar. Þá tekur við páskafrí til 29. mars. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 30. mars.

Gleðilega páska! 




11 mar 2016

Góð aðsókn að opnu húsi í MÍ

Góð aðsókn var að opnu húsi í skólanum í gær. Fjölmargir sóttu skólann heim og kynntu sér það nám sem hér er í boði og skoðuðu húsakynnin. Nemendum í 10. bekk á norðanverðum Vestfjörðum og forráðamönnum þeirra hafði verið boðið sérstaklega á viðburðinn. Það var ánægjulegt að sjá hversu margir þeirra sáu sér fært að mæta þrátt fyrir vetrarveðrið. Ratleikur var í gangi á meðan á heimsókninni stóð og búið er að draga út vinningshafann sem er Birna Sigurðardóttur. Við óskum Birnu til hamingju og hún getur vitjað vinningsins, páskaeggs nr. 7 frá Nóa Síríus, á skrifstofu skólans í dag.
10 mar 2016

Heimsókn frá Frakklandi

Í þessari viku erum við með góða gesti í skólanum. Þetta er hópur nemenda og 2 kennarar frá vinaskóla okkar Lycée Sainte Marie du Port í strandbænum Les Sables d´Olonne á vesturströnd Frakklands. Samstarfið við þennan skóla hefur nú staðið í bráðum 12 ár en fyrsti hópurinn frá þeim kom í heimsókn til okkar haustið 2004. Nemendurnir sem eru 18 talsins dvelja á heimilum gestgjafa sinna í Ísafjarðarbæ og nágrannasveitarfélögum og í haust er ætlunin að íslensku nemendurnir endurgjaldi heimsóknina. Á meðan á dvöl frönsku nemendanna stendur munu þeir vinna að ýmsum verkefnum í tengslum víð íslenska náttrúru, menningu og samfélag, ásamt því að kynnast betur íslensku nemendunum. Á meðfylgjandi myndum má sjá fyrsta fund Frakka og Íslendinga þegar tekið var á móti hópnum í skólanum.