22 jún 2020

Lokað vegna sumarleyfa

Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 22. júní og opnar aftur eftir verslunarmannahelgi, 4. ágúst n.k.

Málum sem ekki þola bið má vísa til Jóns Reynis Sigurvinssonar skólameistara (jon@misa.is,  s. 896 4636) eða Heiðrúnar Tryggvadóttur aðstoðarskólameistara (heidrun@misa.is, s. 849 8815).

Skólastarf á haustönn hefst með starfsdegi starfsfólks mánudaginn 17. ágúst. Nýnemakynning fer fram þriðjudaginn 18. ágúst kl. 11:00 og kennsla hefst miðvikudaginn 19. ágúst kl. 9:00.

 

9 jún 2020

Hæsta meðaleinkunn í MÍ frá upphafi

Brautskráning Menntaskólans á Ísafirði fór fram 6. júní sl. Dux Scholae er Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir sem útskrifast með hæstu meðaleinkunn í sögu skólans eða frá því að fyrstu stúdentarnir útskrifuðust árið 1974.

Þuríður Kristín er stúdent af náttúruvísindabraut með meðaleinkunnina 9,74.

Samhliða námi í menntaskólanum hefur Þuríður Kristín verið í framhaldsnámi í píanóleik, söngnámi, tekið þátt í leiksýningum skólans og verið í Gettu betur liðinu. Hún er auk þess í hestamennsku og eignaðist einmitt folald daginn fyrir brautskráningu. Þuríður Kristín stefnir á nám í dýralækningum í haust. 

Við óskum Þuríði Kristínu innilega til hamingju með glæsilegan árangur. 

 

 

8 jún 2020

Brautskráning vorannar 2020

Brautskráning vorannar fór fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 6. júní kl. 13:00.

Alls útskrifuðust 39 nemendur frá Menntaskólanum á Ísafirði á vorönn 2020. 

Þar sem fjöldatakmarkanir voru enn í gildi var gestafjöldi takmarkaður í athöfninni en streymt var frá athöfninni og má finna upptökuna hér

Við óskum útskriftarnemum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum góð ár saman í Menntaskólanum á Ísafirði. 

6 jún 2020

Streymi á útskrift 6. júní kl. 13

Brautskráning vorannar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 6. júní kl. 13:00.

Alls útskrifast 39 nemendur af 40 brautum frá Menntaskólanum á Ísafirði vorönn 2020. 

Þar sem fjöldatakmarkanir eru enn í gildi verður gestafjöldi takmarkaður í athöfninni og hafa útskriftarefni fengið upplýsingar og leiðbeiningar varðandi gestafjölda og fyrirkomulag. 

Streymið er hér.

5 jún 2020

Klóaka 2020 er komin út

Klóaka hefur komið út síðan 1980 í tengslum við dimission nemenda.

Karolina Anikiej, Karolína Sif Benediktsdóttir og Hildur Karen Jónsdóttir sáu um útgáfu Klóöku í ár.

Til hamingju með útgáfuna.

Á morgun, laugardaginn 6. júní kl. 13, verður útskrift frá Ísafjarðarkirkju.

Athöfninni verður streymt og kemur slóð á streymið hingað á síðuna á morgun.

1 jún 2020

Brautskráning vorannar 2020

Brautskráning vorannar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 6. júní kl. 13:00.

Alls útskrifast 39 nemendur af 40 brautum frá Menntaskólanum á Ísafirði vorönn 2020. 

Þar sem fjöldatakmarkanir eru enn í gildi verður gestafjöldi takmarkaður í athöfninni og hafa útskriftarefni fengið upplýsingar og leiðbeiningar varðandi gestafjölda og fyrirkomulag. 

Streymt verður frá athöfninni.

Streymið er hér.

Æfing útskriftarefna fyrir útskriftarathöfnina fer fram föstudaginn 5. júní kl. 17:00.  

31 maí 2020

Nemendasýningin Spólað til baka

Sýningin Spólað til baka - játningar, vonbrigði, eyða og minni á tímum Covid-19, opnaði í dag.

Á sýningunni er að finna verk nemenda sem unnin voru í nýjum áfanga í Menntaskólanum á Ísafirði, List og fræði - töfrar hversdagsins, sem Björg Elínar- Sveinbjörnsdóttir kennir. Í áfanganum er skoðað hvernig aðferðir félagsvísindanna geta verið notaðar í listsköpun og sýningagerð.

Nemendur þróuðu hugmyndir að sýningu sem átti að opna á Hversdagssafninu á Ísafirði í Skíðavikunni en vegna skólalokunar fór það á annan veg og nú opnar starfræn sýning hér.

Við óskum nemendum til hamingju með sýninguna.

Hér er slóð á stafrænu sýninguna: Spólað til baka

14 maí 2020

Vorönn að klárast

Vorönn í Menntaskólanum á Ísafirði fer nú að ljúka. Verknámsnemendur hafa mætt í skólann undanfarnar tvær vikur og bóknám hefur að mestu verið klárað í fjarnámi en þó hafa einstaka verklegir tímar farið fram í skólahúsnæðinu.

Nemendur eru með mikilli vinnu og skipulagi að ná að klára sín verkefni og fög í skólanum við þessar sérstöku aðstæður.

Samstaða, jákvæðni og þrautseigja má segja að hafi einkennt nám og kennslu undanfarnar vikur.

Framundan eru námsmatsdagar og annarlok. Dimmisjón útskriftarnema verður á morgun, föstudaginn 15. maí, og útskriftarathöfn mun fara fram í Ísafjarðarkirkju þann 6. júní kl. 13.00. 

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er aftur komið líf í skólahúsnæðið og einbeittir nemendur leggja lokahönd á sín verkefni. 

12 maí 2020

Brautskráning vorannar 2020

Eins og kunnugt er hefur ríkt óvissa undanfarið um fyrirkomulag útskriftar fyrir vorönn 2020. Um nokkurt skeið hefur þó legið fyrir að nemendur verða útskrifaðir rafrænt úr Innu þann 23. maí og mun það því engin áhrif hafa á fyrirhugað framhaldsnám. 

Nú hefur verið ákveðið, í samráði við nemendur og út frá fjöldatakmörkunum almannavarna og sóttvarnarlæknis, að útskriftarathöfn verði frestað til laugardagsins 6. júní n.k. Eins og áður var fyrirhugað fer útskriftin fram frá Ísafjarðarkirkju kl. 13:00.

Æfing fyrir útskriftarathöfnina verður daginn áður og verður auglýst frekar þegar nær dregur.

Á þessari stundu er ekki vitað hvaða fjöldatakmarkanir munu gilda og því verður ekki hægt að segja til um fyrr en nær dregur hvernig til háttar með gestafjölda í athöfninni. Streymt verður frá athöfninni. 

Sóttvarnarlæknir Vestfjarða hefur gefið grænt ljós á dimission útskriftarefna með fororðum um varkárni og minni hópa. Dimission fer fram föstudaginn 15. maí.