EFNA3ÓL05

Ólífræn efnafræði

Áfangalýsing:

Helstu viðfangsefni eru:  Auðleyst og torleyst sölt, sýrur og basar, jafnvægi í sýru- og basalausnum, pH og hlutleysing, stuðpúðalausnir, títrun.  Lögð er áhersla á að kynna nemendum eðli og eiginleika mikilvægra frumefna og efnasambanda, framleiðslu þeirra og notagildi.  Lögð er mikil áhersla á tilraunir og skal í sérhverju tilfelli skila fullgerðri skýrslu.

 

Forkröfur: EFNA3EJ05

 

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • efnafræði sýra og basa.
  • jafnvægi hjá daufum sýrum og bösum.
  • eiginleikum og notagildi stuðpúða.
  • myndun salta og leysnimargfeldi.
  • efnisfræði málma og málmleysingja.
  • lotubundnir eiginleikar.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • reikna pH gildi lausna.
  • beita útreikningum er tengjast sýrum og bösum til að finna styrk og jafnvægispunkt.
  • reikna leysnimargfeldi.
  • útskýra lotubundna eiginleika frumefna.

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • auka skilning sinn á efnafræðilegum viðfangsefnum og samtengingu þeirra við aðrar fræðigreinar.
  • geta reiknað út pH í lausn með sýru-basa hvarfi.
  • finna mettunarmörk tiltekinna efnasambanda í lausn.
  • skilja notagildi efnafræði til að hafa áhrif á ýmis atriði í umhverfinu til góðs og ills.
  • takast á við frekara nám á sviði ólífrænnar efnafræði, verkfræði.

 

Áfangakeðja í raungreinum