Gjaldskrá

Gjaldskrá 2021-2022

Innritunargjald í dagskóla

 • Innritunargjald í dagskóla er 6.000 kr. og þjónustugjald dagskólanema er 9.000 kr. Öllum nemendum skólans er skylt að greiða þetta gjald.

Efnisgjald í verklegum áföngum

 • Nemendur í verknámi greiða að auki sérstakt efnisgjald í ákveðnum verklegum áföngum og byggir það á efniskostnaði hvers áfanga.

Nemendafélagsgjald

 • Nemendafélagsgjald er 6.500 kr. hvora önn, en er valkvætt.

Fæðiskostnaður

 • Helsti útgjaldaliður aðkomunemenda er fæðiskostnaður. Mötuneytisgjald er 40.000 kr. á mánuði fyrir morgunverð og 5 heitar máltíðir á virkum dögum í hádegi og á kvöldin.
 • Matarkort fyrir aðra nemendur en vistarbúa kosta á haustönn 2021:
  • Annarkort kr. 74.500 -  79 máltíðir á tímabilinu 19.08. - 15.12.
  • Ekki er matur 28.09., 15.10., 18.10 og 10.11.
  • Hægt er að skipta greiðslu í fjóra hluta
  • Tíu máltíða kort kr. 10.000
  • Stök máltíð kr. 1.200

Heimavist

 • Húsaleiga á heimavist fer eftir stærð og gæðum herbergja og er á bilinu  34.000-44.000 kr
 • Gerður er húsaleigusamningur við heimavistarbúa, heimavistarbúar geta sótt um húsaleigubætur til lækkunar á húsnæðiskostnaði.
 • Þráðlaust net er um alla vistina.