Félagslíf

Félagslíf MÍ

Í skólanum er gróskumikið félagslíf. Kjörin stjórn nemendafélagsins hefur yfirumsjón með félagslífinu og frumkvæði að nýjungum. Á vegum nemendafélagsins starfa ýmiss ráð og nemendafélagið sér um útgáfu skólablaðs. Þriðjubekkjarráð rekur verslun í skólanum til fjáröflunar fyrir útskriftarferð.

Stjórn Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði (NMÍ) veturinn 2022-2023

Formaður NMÍ: Anja Karen Traustadóttir

Gjaldkeri: Katrín Bára Albertsdóttir

Ritari: Agnes Þóra Snorradóttir

Málfinnur: Daði Hrafn Þorvarðarsdon

Menningarviti: Solveig Amalía Atladóttir

Formaður vídeóráðs: Unnur Guðfinna Daníelsdóttir

Formaður leiklistarfélags: Guðrún Helga Sigurðardóttir

Fulltrúi nýnema: Bóas Emil Þórðarson

Fulltrúi verknámsnema: Grétar Smári Samúelsson

 

Lög Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði

Hér er að finna lög Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði.

 

Nýnemaferð

Árlega er farið með nýnema í náms- og samskiptaferð til þess að gefa nýnemum kost á að kynnast. Nemendur koma frá mörgum byggðakjörnum í skólann og þekkjast ekki mikið innbyrðis. Síðastliðin ár hefur verið farið á Núp og gist eina nótt. Farið er í göngu- og kynnisferðir, leiki og íþróttir undir stjórn kennara og svo er kvöldvaka með skemmtidagskrá þar sem nemendafélagið kemur og kynnir hlutverk nemendafélagsins og hvað er í boði í félagslífinu.


Sólarkaffi

Árlega í kringum 25. janúar ár hvert er sólarkaffi MÍ. Þá er nemendum boðið upp á rjómapönnukökur og annað gott meðlæti á sal í boði skólans. Þriðju bekkingar sjá um veitingar og er þetta liður í fjáröflun þeirra.


Árshátíð

Í febrúar ár hvert er haldin árshátíð skólans. Þá mæta nemendur og starfsmenn prúðbúnir til hátíðarkvöldverðar með skipulagðir dagskrá. Morfís

Til margra ára hefur MÍ keppt í Morfís mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna.Gettu betur

Spurningarkeppni framhaldsskólanna Gettu betur er vinsælt keppikefli nemenda í MÍ og draumurinn um að komast í sjónvarpssal rættist loksins skólaárið 2015-2016. Markmiðið er ennþá að komast í úrslitin.Starfsfólk kvatt

Daginn fyrir síðasta kennsludag mæta útskriftarnemendur prúðbúnir í skólann og kveðja starfsfólk skólans á kafffistofu þess með kökuveislu.


Útskriftarveisla

Nemendur standa fyrir sérstakri útskriftarhátíð með fjölskyldum sínum, starfsfólki skólans og afmælisárgöngum. Haldinn er sameiginlegur kvöldverður með dansleik á eftir. Hin síðari ár hefur hátíðin farið fram í íþróttahúsinu.

Cloaca 

Útskriftarbók nemenda í MÍ. Þriðjubekkingar gefa út grínrit til heiðurs útskriftarnemum. Þar er gert góðlátlegt grín að útskriftarnemum og starfsfólki sem og teiknaðar grínmyndir af hverjum og einum.

 

Dimmision

Síðasta kennsludag vorannar dimmitera útskriftarnemendur. Í því felst að vekja starfsfólks skólans og aðra bæjarbúa eldsnemma morguns með lúðrablæstri og mæta svo í skólann í furðufatabúningum.

 

Leikrit

Leikfélag skólans setur árlega upp metnaðarfulla leiksýningu í fullri lengd sem frumsýnd er í mars og hefur það verið fastur liður í félagslífinu frá árinu 1993.

 

Sólrisuhátíð nemendafélagsins og skólablað.

Í mars er lista- og menningarvika í umsjá nemenda og hefur hún verið haldin árlega síðan 1975. Sérstök Sólrisunefnd sér um að skipuleggja viðburðina og leggur metnað sinn í að skipuleggja vikuna vel. Á meðan á hátíðinni stendur er m.a. rekið útvarp, MÍ-flugan, og ýmsar uppákomur alla vikuna. Ritnefnd nemendafélagsins gefur út skólablaðið Emmí Okkar í tengslum við Sólrisu.