Nemendahandbók

 

Í nemendahandbók eru teknar saman ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir nemendur og forráðamenn þeirra. 

 

Innritun

Innritun nemenda í skólann fer fram í gegnum Menntagátt (dagskólanemar) eða INNU (fjarnemar). 

 

Gjaldskrá

Í gjaldskrá skólans er að finna upplýsingar um helstu gjöld fyrir nám og þjónustu sem skólinn veitir. 

 

Skóladagatal

Skóladagatalið veitir upplýsingar um skipulag skólaársins og dagsetningar helstu viðburða í skólastarfinu.

 

Skólareglur

Í skólareglum er að finna reglur um mætingu, námsframvindu, hegðun og umgengni sem nemendum ber að fara eftir.

  

Reglur um námsmat

Reglur um námsmat segja til um hvernig kennarar haga námsmati og hvað gera skal ef upp kemur ágreiningur milli nemenda og kennara um námsmat. 

 

Moodle

Nemendur og kennarar nota námsumhverfið Moodle. Þar eru allar helstu upplýsingar um námsefni, námsáætlun, verkefnaskil, námsmat og fleira. Mikilvægt er að nemendur séu virkir á Moodle og fylgist vel með.  

 

INNA

INNA er námsumsjónarkerfi sem allir framhaldsskólar á Íslandi nota. Í INNU má finna stundatöflu, bókalista, einkunnir, lotumat, yfirlit yfir mætingu o.fl. Til að skrá sig inn á INNU þarf að nota rafræn skilríki eða Íslykil.

 

Nýnemar

Við móttöku nýnema er farið eftir móttökuáætlun sem finna má í gæðahandbók skólans. Áður en skólastarf hefst er nýnemum boðið í kynningu í skólanum og þá er einnig farin nýnemaferð í upphafi haustannar þar sem þeim gefst tækifæri til að kynnast og eiga saman skemmtilegan dag.    

  

Félagslíf

Í skólanum er gróskumikið félagslíf og virkt nemendafélag. Stjórn nemendafélagsins hefur yfirumsjón með ýmsum viðburðum yfir skólaárið. Starf þeirra byggir ýmist á rótgrónum hefðum eins og 1.des hátíð, Sólrisuhátíð, Morfís, Gettu betur o.fl. sem og nýjungum sem nemendur hafa frumkvæði að hverju sinni.  

 

Náms - og starfsráðgjöf

Við skólann starfar námsráðgjafi sem hefur það hlutverk að standa vörð um velferð nemenda og veita þeim aðstoð. Nemendur, foreldrar/forráðamenn og kennarar geta ávallt leitað til námsráðgjafa og fengið ráðgjöf og aðstoð við ýmis mál.

 

Bókasafn

Á bókasafni skólans er góð aðstaða til náms og þar starfar bókavörður sem aðstoðar nemendur t.d. við heimildaleit. Á bókasafninu geta nemendur fengið lánaðar bækur, unnið verkefni og nýtt tölvur, prentara og skanna.  

 

Mötuneyti

Í mötuneyti skólans geta nemendur og starfsfólk fengið staðgóðan hádegisverð alla virka dagaBoðið er upp á fjölbreyttan salatbar, súpugrænmetisrétt og kjöteða fiskrétt Matarmiða eða mataráskrift er hægt að kaupa í afgreiðslu hjá ritara skólans.

 

Heimavist

Heimavist skólans er áföst bóknámshúsi, þar eru 33 vel búin herbergi með sturtu og snyrtingu. Vistarbúum er skylt að vera í mötuneyti skólans og fara eftir gildandi heimavistarreglum.

 

Val fyrir næstu önn

Um miðja önn þurfa nemendur að velja sér áfanga fyrir næstu önn. Það gera þeir sjálfir í INNU og fer áfangavalið eftir því á hvaða braut þeir eru. 

  

Fjarnám

Allir bóknámsáfangar sem kenndir eru í MÍ eru  einnig í boði í fjarnámi. Í fjarnámi er notað fjarkennslukerfið Moodle en þar setja kennarar inn námsáætlanir og verkefni. Nemendur geta skilað inn úrlausnum verkefna sinna þar sem og tekið gagnvirk próf. Fjarnámið fer því alfarið fram á netinu. 

 

Tímabókanir

Nemendur og forrráðamenn þeirra geta bókað tíma rafrænt hjá náms- og starfsráðgjafa, áfanga- og fjarnámsstjóra, aðstoðarskólameistara eða skólameistara.

 

Tilkynningar um einelti og ofbeldi

Hægt er að koma með ábendingu eða tilkynna um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi á rafrænni tilkynningasíðu. Tilkynningin berst til náms- og starfsráðgjafa sem hefur samband við þann sem tilkynnir við fyrsta tækifæri.

 

 

 

Gagnlegir tenglar

Næsta skref

Menntasjóður námsmanna

Hljóðbókasafn Íslands

Leiðbeiningar fyrir Easy-reader 

Háskólar á Íslandi

Aðgangsviðmið háskóla á Íslandi

Heimildaskráning og skýrslugerð