ENSK3AE05

Akademísk enska

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga verður kennd akademísk skrift, lestur og aðferðir við akademísk vinnubrögð í Ensku. Lögð er áhersla á að auka formlegan orðaforða sem undirbúning fyrir framhaldsnám á háskólastigi og atvinnulíf og nemendur fá tækifæri til að þjálfa akademísk vinnubrögð sem eykur forskot í háskólanámi.

 

 Forkröfur: ENSK3FO05 eða ENSK3YN05

 

Markmið:

Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu á:

  • stöðlum við ritgerðarsmíð.
  • ýmsum akademískum greinum.
  • akademískum vinnubrögðum.
  • heimildaleit og heimildanotkun.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa akademískar greinar.
  • vinna úr akademískum textum.
  • leita sér upplýsinga og nýta sér heimildir samkvæmt reglum um notkun heimilda.
  • skrifa formlega ritgerð með inngangi með efnisyrðingu, meginmáli og lokaorðum.

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni til að:

  • nýta sér fræðitexta og leggja gagnrýnið mat á hann.
  • vinna með fræðitexta og annað efni í háskóla.

 

Áfangakeðja í ensku