FÉLA3MA05

Mannfræði

 

Áfangalýsing:

Í mannfræði er maðurinn skoðaður bæði sem dýrategund og félagsvera. Í áfanganum verður mannfræði kynnt sem fræðigrein. Nemendur munu kynnast undirflokkum mannfræðinnar. Nemendur munu kynna sér helstu rannsóknaraðferð mannfræðinnar, þátttökuathugun, og munu fá að spreyta sig á aðferðinni með því að vinna einfalda rannsókn sem felur í sér þátttökuathugun. Fjallað verður um þróunarhugtakið í tengslum við þróun mannsins og þróun samfélaga og helstu gagnrýni á þróunarhugmyndir. Nemendur munu fá kynningu á ýmsum menningarheimum og eiga að geta tileinkað sér afstæðishyggju við skoðun á þeim. Í áfanganum verður meðal annars fjallað um ólík fjölskylduform, sifjakerfi, hagkerfi, trúarhugmyndir, kynhlutverk og lagskiptingu.

 

Forkröfur: FÉLA2KS05

 

Markmið:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • mannfræði sem fræðigrein og undirflokkum hennar.
 • sögu mannfræðinnar.
 • þátttökuathugun sem rannsóknaraðferð.
 • afstæðishyggju sem sjónarhorni í vísindum.
 • helstu hugtökum mannfræðinnar.
 • völdum menningarheimum.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • miðla þekkingu sinni á ólíkum menningarheimum í ræðu og riti.
 • framkvæma þátttökuathugun.
 • kynna rannsóknarniðurstöður sínar á viðeigandi hátt.
 • leita sér upplýsinga í mannfræði, greina þær og setja í fræðilegt samhengi.
 • nýta fræðilegan texta um mannfræði á íslensku og ensku.
 • leggja gagnrýnið mat á þróunarhugtakið, bæði hvað varðar líffræðilega og menningarlega
  þróun.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • beita afstæðishyggju við mat á ólíkum menningarheimum.
 • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, draga ályktanir af rannsóknarniðustöðum og rökstyðja
  skoðanir sínar.
 • ræða siðferðileg álitamál tengdum notkun þátttökuathugunar sem rannsóknaraðferð.
 • leggja gagnrýnið mat á eigin rannsóknarniðurstöður og annarra.

 

Áfangakeðja í félagsgreinum