SAGA2ÍÞ05

Íþróttasaga

Áfangalýsing:

Farið yfir upphaf og þróun íþrótta í tengslum við sögu mannsins frá örófi alda, fornra, þekktra íþrótta fornþjóðanna til sundurgreiningar í íþróttum nútímans. Stiklað verður á stóru í íþróttum hverrar álfu fyrir sig; Evrópu, Bandaríkjanna og Asíu. Loks verður „öðruvísi“ íþróttum gerð skil og skipulagi íþrótta og utanumhalds þeirra með stofnun sambanda með öllu þeim kostum og göllum sem slíku fylgja. Markmiðið er að að nemandi þekki uppruna íþrótta og alvöru þeirra, tengslin við nútímann og þá ótrúlegu flóru sem til er í nútímanum. Hann kunni líka skil á eðli og uppbyggingu valinna íþrótta auk þess skrifræðis og skipulags sem umkringir nútímaíþróttir.

 

Forkröfur: SAGA2FR05

 

Markmið:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:  

 • uppruna íþrótta.
 • algengustu hugtökum úr íþróttaheiminum.
 • eðli og uppbyggingu íþrótta, reglur og leiki.
 • bakgrunni nútímaíþrótta með tilvísun í fortíðina.
 • þeirri breytingu sem verður við félaga- og sambandavæðingu íþrótta.

 Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:  

 • lesa einfalda sagnfræðilega texta á íslensku (og mögulega ensku).
 • tengja samtíðaratburði við það sem áður hefur gerst.
 • nota a.m.k. þrjár gerðir heimilda við verkefnavinnu.
 • taka saman skriflega stutta umfjöllun um afmarkað sögulegt efni og kynna fyrir jafningjum.

 Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:  

 • setja sjálfan sig í samhengi sögunnar sem þátttakandi og skoðandi.
 • geta sett sig í spor fólks á ýmsum tímum.
 • geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðilega efni sem tekin eru fyrir í áfanganum. 

 

Áfangakeðja í sögu