SÁLF3AF05

Geðheilsa og geðraskanir

Áfangalýsing:

Í áfanganum verður gefið yfirlit yfir helstu geðraskanir og einkenni þeirra. Farið verður í helstu kenningar um orsakir geðraskana. Rætt verður um ýmsa þætti sem hafa áhrif á geðraskanir, t.d. þátt erfða og taugaboðefna sem og áhættuþætti tengda umhverfi. Nemendur kynnast flokkunarkerfi geðraskana, DSM-V, og fá þjálfun í að nota kerfið til að leita sér upplýsinga um geðraskanir. Nemendur fá kynningu á þeim aðferðum sem helst eru notaðar við rannsóknir á geðröskunum. Fjallað verður um mismunandi meðferðarleiðir og nemendur fá æfingu í að meta meðferðarleiðir og kenningar á gagnrýninn hátt.

 

Forkröfur: SÁLF2IS05

 

Markmið: 

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • DSM-V flokkunarkerfinu.
 • helstu flokkum geðraskana.
 • einkennum helstu geðraskana helstu meðferðarúrræðum við geðröskunum.
 • kenningum um orsakir geðraskana.
 • aðstæðum og aðbúnaði geðfatlaðra.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • greina geðraskanir eftir einkennum þeirra í lýsingum á ákveðnum tilfellum.
 • lesa fræðilegt efni um geðraskanir á íslensku og ensku sér til gagns.
 • setja sig í spor fólks sem á við geðræn vandamál að stríða.
 • leita heimilda á sviði afbrigðasálfræði.
 • miðla fræðilegu efni tengdu afbrigðasálfræði á áhrifaríkan hátt í ræðu og riti.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • geta tekið þátt í umræðu um geðraskanir, einkenni þeirra og orsakir og tekið afstöðu til kenninga og álitamála tengdum geðröskunum.
 • afla sér upplýsinga um geðraskanir, greina þær og nýta sér þær.
 • tileinka sér jákvæð og fordómalaus viðhorf.
 • beita öguðum og ábyrgum vinnubrögðum í námi og unnið í samstarfi við aðra.
 • auka hæfni sína í að vinna með fagaðilum á sviði geðheilbrigðis og félagsþjónustu.

 

 

 

Áfangakeðja í félagsgreinum