TÖLF3HH05

Tölvunarfræði - hlutbundin hugbúnaðargerð

Áfangalýsing:

Í áfanganum fá nemendur æfingu í hlutbundinni forritun og einfaldri leikjaforritun í Python og Arcade / PyGame. Farið er yfir mismunandi ferli við hugbúnaðargerð. Unnið verður jöfnum höndum með textabundin og myndræn notendaskil. Helstu efnisatriði: klasar og hlutir, eiginleikar, smiðir private – public, nafnasvæði, aðferðir, erfðir, viðmót, hljóð, myndir, kvikar, leit, fylki, pallaleikir, röðun, frávik, skrár, sjálfkvaðning o.fl.

 

Forkröfur: TÖLF2TF05

 

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • ferlum við gerð hlutbundinna forrita.
 • forritun í klösum.
 • forritun með grafík og hljóðum.
 • leit í gögnum.
 • flóknari gagnaskipan (fylki, listar o.fl.) og snið gagna.
 • meðhöndlun frávika.
 • sjálfkvaðningu í forritum.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • sýna sjálfstæð vinnubrögð við forritun.
 • velja viðeigandi gagnaskipan.
 • vinna með uppskiptingu forrits í aðalforrit og aðferðir.
 • gera sjálfstæða klasa, tilviksaðferðir og klasaaðferðir.
 • vinna með þýðingu og keyrslu forrita í myndrænum notendaskilum.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • skrifa, þýða og villuleita hlutbundin forrit.
 • leysa forritunarverkefni með því að beita klasaforritun, aðferðum og atburðadrifinni forritun.
 • styrkja eigin hæfni í forritun með því að nýta upplýsingar í kennslubókum og á netinu.
 • geta haldið áfram forritunarnámi sínu og tekist á við þyngri verkefni, hvort heldur á framhalds- eða háskólastigi.