11 maí 2022

Námsmatsdagar hefjast

Námsmatsdagar við lok vorannar hefjast miðvikudaginn 11. maí og standa til og með 18. maí. Á námsmatsdögum eru nemendur boðaðir af kennurum sínum til verkefnaskila eða próftöku. Mikilvægt er að nemendur fylgist vel með á Moodle hver dagskráin er í hverjum áfanga.