Að vera í fjar- og dreifnámi

Að vera í fjarnámi

 

Nokkur atriði er mikilvægt að hafa í huga fyrir nemendur í fjarnámi:

  • Fjarnám er sjálfsnám undir handleiðslu kennara! Það krefst mikils aga og skipulagningar af hálfu nemenda.
  • Námsáætlun er á Moodle. Hana skulu nemendur kynna sér vel í upphafi annar.
  • Mikilvægt er að nemendur í fjarnámi geri sér grein fyrir því að fjarnám felur í sér aukna ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Mikilvægt er að lesa vel allar leiðbeiningar og fyrirmæli, virða tímasetningar og leysa þau verkefni sem fyrir eru lögð.
  • Nemendur þurfa að fara reglulega (nokkrum sinnum í viku) inn á Moodle til að fylgjast með því sem fram fer í áfanganum. 
  • Nemendur með námsörðugleika þurfa að láta kennara sína vita. 
  • Þurfi nemendur á sérstökum úrræðum í námi að halda, m.a. vegna lesblindu, þarf beiðni þar að lútandi að koma frá nemandanum sjálfum.
  • Nemendur þurfa að láta kennara og áfangastjóra vita vilji þeir hætta í áfanga.
  • Nemendur þurfa að hafa aðgang að nettengdri tölvu. Nemendur þurfa að hafa lágmarkskunnáttu í ritvinnslu og tölvunotkun og hafa einhverja æfingu í að nota veraldarvefinn. Nemendur þurfa að hafa sitt eigið netfang. 
  • Nemendur þurfa að hafa tíma til að stunda fjarnámið.

 Ýmsar upplýsingar um fjarnámið

 

Microsoft Office pakkinn

Nemendur í fjarnámi geta fengið Microsoft Office pakkann hjá skólanum og notað hann á meðan þeir eru skráðir í nám við skólann. 

Að setja upp Office pakkann

 

Moodle kennslukerfið:

Allir nemendur fá aðgang að sínum áföngum í Moodle. Á Moodle hafa nemendur aðgang að fjölbreyttu námsefni, námsáætlunum, verkefnum og prófum. Á Moodle er einnig hægt að hafa samband við kennara sem og aðra nemendur sem skráðir eru í sama áfanga. Hér má finna leiðbeiningar um hvernig á að skrá sig inn á Moodle.

 

Náms- og starfsráðgjöf

Fjarnemendur hafa aðgang að náms- og starfsráðgjafa skólans, hægt er að hafa samband í gegnum tölvupóst, panta tíma hér eða í síma 450 4400.

 

Ráðgjöf við val á áföngum og námsmat

Hægt er að fá ráðgjöf við val á áföngum og námsmat hjá áfangastjóra og náms- og starfsráðgjafa.  Fjarnámsnemendur sem óska eftir mati á fyrra námi skulu senda inn öll gögn sem varða nám þeirra í öðrum skólum til fjarnámsstjóra. Nemendur sem eru skráðir í fjarnám í MÍ fá fyrra nám sitt metið án aukakostnaðar. Nemendur sem ekki eru skráðir nemendur við skólann greiða 10.000 krónur fyrir námsmat.