56 nýnemar hefja nám við MÍ

18 ágú 2021

56 nýnemar hefja nám við MÍ

Í dag fór fram nýnemakynning í MÍ. Þá hófu 56 nýnemar nám við MÍ. Á kynningunni var farið yfir það helsta í skólastarfinu, farið í skoðunarferð um skólann og endað á súpu í mötuneytinu. Við í MÍ hlökkum til að kynnast nýnemunum betur.

Nýnemarnir skiptast á eftirfarandi hátt á brautir:

Félagsvísindabraut 4

Grunnnám háriðngreina 3

Grunnnám málm- og véltæknigreina 7

Grunnnám rafiðna 2

Lista- og nýsköpunarbraut 8

Náttúruvísindabraut 10

Opin stúdentsbraut 16

Sjúkraliðabraut 3

Starfsbraut 3

Til baka