5 luku sveinsprófi í húsasmíði

11 jún 2018

5 luku sveinsprófi í húsasmíði

Á dögunum fór fram sveinspróf í húsasmíði í smíðastofum MÍ. Sveinsprófið skiptist í 2 klst skriflegt og 20 klst verklegt próf. 5 nýútskrifaðir húsasmíðanemendur þreyttu prófið og náðu þeir allir. Óskum við þeim Jóni Ólafi Gunnarssyni, Leifi Blöndal, Magnúsi Ellert Steinþórssyni, Vali Richter og Vilmari Ben Hallgrímssyni innilega til hamingju með sveinsréttindin sín. Kennarar þeirra hér í MÍ eru Fannar Þór Þorfinnsson og Þröstur Jóhannesson. Yfirsetumaður í sveinsprófinu var Rúnar Eyjólfsson.

Til baka