5 nemendur á íþróttasviði í U19 landsliði í blaki

25 okt 2023

5 nemendur á íþróttasviði í U19 landsliði í blaki

Fimm nemendur sem stunda nám á íþróttasviði MÍ hafa verið valdir í U19 landsliðið í blaki. Alls eru 12 leikmenn í hópnum sem sem tekur þátt í Norður-Evrópumóti í Finnlandi 26. - 30. október. Þeir Benedikt Stefánsson, Hákon Ari Heimisson, Pétur Örn Sigurðsson, Stanislaw Anikej og Sverrir Bjarki Svavarsson lögðu af stað frá Ísafirði nú í morgun og óskum við þeim til hamingju með að hafa varið valdir í hópinn og góðs gengis á mótinu. 

Til baka