Aðstoð í stærðfræði

30 jan 2018

Aðstoð í stærðfræði

Næstu tvo fimmtudaga, 1. og 8. febrúar, munu þriðja árs nemar úr STÆR3TD05, undir leiðsögn Dórótheu Margrétar Einarsdóttur kennara, bjóða upp á sérstaka aðstoð í stærðfræði. Aðstoðin verður í boði í fundartímanum, kl. 10:30-11:30 í stofu 5, sömu stofu og heimanámsaðstoðin.

 

Allir nemendur sem eru í stærðfræði eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu og ef vel tekst til verður framhald á henni.

Til baka