Afmælissöngur fyrir Tónlistarskóla Ísafjarðar

12 okt 2018

Afmælissöngur fyrir Tónlistarskóla Ísafjarðar

1 af 2

Þann 11. október varð Tónlistarskóli Ísafjarðar 70 ára. Af því tilefni komu nokkrir kennarar skólans og söngnemendur í heimsókn í fundartíma og tóku lagið með nemendum MÍ. Sunginn var Afmælissöngur eftir tónskáldið Jón Ásgeirsson en svo skemmtilega vill til að Jón varð einmitt 90 ára sama dag. Þá var sungið lagið "Á vængjum söngsins" sem er þýðing Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur við lag ABBA "Thank you for the music". Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu heimsókn og gott samstarf í gegnum árin. Einnig óskum við Tónlistarskólanum innilega til hamingju með afmælið og hlökkum til að njóta skemmtilegra viðburða á afmælisárinu. 

Til baka