Áfram veginn

20 sep 2020

Áfram veginn

Enn er í gildi reglugerð um takmörkun á samkomum sem kveður á um 200 manna fjöldatakmörk, 1 metra fjarlægðarreglu og maskanotkun ef ekki er hægt að virða 1 m bil. Regluegerðin gildir til 27. september n.k.

Við erum jafn ánægð og fyrr með hversu vel skólahald hefur gengið fyrstu vikurnar, þökk sé nemendum og starfsfólki skólans.

Mikilvægt er að við höldum áfram að sinna sótt- og smitvörnum og áfram er okkar sameiginlega markmið að halda skólanum opnum.

Í næstu viku höldum við áfram á sömu braut. Virðum 1 metra regluna, sprittum okkur þegar við komum inn á ný svæði og munum að í stigum í bóknámshúsi er einstefna. Við förum upp hjá sjoppunni eða milli stofu 16 og 17. Við förum niður hjá kennarastofunni og stofu 8 eða milli stofu 3 og 4

Upplýsingar eru sendar með tölvupósti á hverjum föstudegi til nemenda og starfsfólks með helstu upplýsingum í lok vikunnar og fyrirkomulagi næstu viku. 

Til baka