15 feb 2022
Út er komin ársskýrsla ársins 2021 fyrir FABLAB á Ísafirði sem er starfrækt hér í húsnæði MÍ. Á síðasta ári urðu talsverðar breytingar á aðkomu að rekstri FABLAB. Nýsköpnarmiðstöð Íslands var lögð niður og í stað hennar komu ráðuneyti nýsköpunar og ráðuneyti mennta og menningarmála inn í samstarf um rekstur á FABLAB ásamt MÍ og sveitarfélögunum á norðanverðum Vestfjörðum. Við þessa breyting fékkst meira fjármagn til rekstursins og hægt var að ráða einn starfsmann til viðbótar í smiðjuna. Svavar Konráðsson, nýr starfsmaður hóf störf sem verkefnastjóri og kennari í september og Þórarinn Bjartur Breiðfjörð starfar áfram sem forstöðumaður FABLAB. Árskýrsluna má lesa hér.