Brautskráning 2012

18 maí 2012

Brautskráning 2012

Laugardaginn 19. maí voru 35 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði. Að vanda var útskriftarathöfnin haldin í Ísafjarðarkirkju að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni voru útskrifaðir tveir nemendur úr B-námi vélstjórnar og þrír úr A-námi vélstjórnar. Einn sjúkraliði lauk námi og fjórir nemendur af fjögurra ára starfsbraut. Alls voru brautskráðir 25 stúdentar af félagsfræða- og náttúrufræðibrautum. Að vanda sáu útskriftarnemar um tónlistarflutning í athöfninni auk Skólakórs MÍ undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Fjölmargar viðurkenningar voru auk þess veittar fyrir góðan námsárangur. Hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi hlaut Sunna Karen Einarsdóttir en hún lauk prófi af náttúrufræðibraut á þremur árum með einkunnina 9,43. Næst hæstu einkunn hlaut Silja Rán Guðmundsdóttir stúdent af náttúrufræðibraut með meðaleinkunn 9,35.

Til baka