Brautskráning 2014

26 maí 2014

Brautskráning 2014

Vélstjórar með A réttindi
Vélstjórar með A réttindi
1 af 4
Þann 24. maí s.l. voru 53 nemendur brautskráðir frá skólanum í Ísafjarðarkirkju að viðstöddu fjölemnni. Sjö nemendur luku A-námi vélstjórnar og einn nemandi lauk B-námi vélstjórnar. Sjö nemendur luku námi í húsasmiði og einn nemandi lauk námi í vélvirkjun. Af félagsfræða- og náttúrufræðibrautum brauskráðust 38 stúdentar. Einnig kvaddi skólann ítalski skiptineminn Matteo Ducoli sem dvalið hefur á Ísafirði í tæpt ár. Útskriftarnemendur sáu um tónlistarflutning við athöfnina. Sunna Sturludóttir söng Draumalandið eftir Sigfús Einarsson og með henni lék Ísabella Ósk Másdóttir á píanó. Hermann Ási Falsson lék Æfingu í c-moll op. 25 nr. 12 eftir Chopin og þau Davíð Sighvatsson og Hanna Lára Jóhannsdóttir léku fjórhent á píanó, Refadans eftir L. Weiner. Hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi að þessu sinni hlaut Rakel Ástrós Heiðarsdóttir, stúdent af náttúrufræðibraut. Hún hlaut meðaleinkunnina 9,66 sem er næsthæsta einkunn sem gefin hefur verið við skólann. Fjölmargar viðurkenningar fyrir góðan árangur og framfarir í námi voru veittar og dux scholae ávarpaði viðstadda. Einnig fluttu fulltrúar afmælisárganga ávörp og færðu skólanum gjafir. Þá ávarpaði skólameistari útskriftarnema og sleit að því búnu skólanum. Viðstaddir risu úr sætum og sungu hinn alþjóðlega stúdentasöng, Gaudeamus igitur við undirleik Huldu Bragadóttur.

Til baka