Brautskráning

20 des 2013

Brautskráning

Í dag, 20. desember kl. 13 verður útskriftarathöfn í Ísafjarðarkirkju. Þá verða sjö nemendur brautskráðir frá skólanum, einn sjúkraliði og sex stúdentar, tveir af náttúrufræðibraut og fjórir af félagsfræðabraut. Einnig munu 20 nemendur sem lokið hafa viðbótarnámi í vélgæslu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samvinnu við MÍ, fá afhent skírteíni sín. Við athöfnina mun Skólakórinn syngja nokkur lög undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur og við undirleik Péturs Ernis Svavarssonar. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.

Til baka