Brautskráning á haustönn

19 des 2018

Brautskráning á haustönn

Miðvikudaginn 19. desember verða 24 nemendur brautskráðir frá skólanum. Þetta eru tveir nemendur af lista- og nýsköpunarbraut, tveir sjúkraliðar, einn nemandi af skipstjórnarbraut A og einn af skipstjórnarbraut B og 19 nemendur ljúka stúdentsprófi af ýmsum brautum. Einn nemendanna lýkur bæði sjúkraliðaprófi og stúdentsprófi. Þá munu tveir nemendur sem ljúka stúdentsprófi frá Tækniskóla Íslands taka þátt í athöfninni. Brautskráningarathöfnin mun fara fram í Ísafjarðarkirkju og hefst kl. 15. Í athöfninni munu útskriftarnemar flytja tónlistaratriði og verðlaun verða veitt fyrir góðan námsárangur. Allir eru velkomnir.

Til baka