Brautskráning á haustönn 2020

3 jan 2021

Brautskráning á haustönn 2020

1 af 2

Þann 18. desember s.l. voru 20 nemendur brautskráðir við athöfn í Ísafjarðarkirkju. Vegna fjöldatakmarkana voru aðeins útskriftarnemar viðstaddir, ásamt tónlistarfólki og nokkrum úr hópi stjórnenda og starfsfólks, en streymt var frá athöfninni.

Að þessu sinni voru brautskráðir nemendur af 6 brautum. Einn nemandi lauk námi af lista- og nýsköpunarbraut, 3 sjúkraliðar útskrifuðust og 17 nemendur luku námi af stúdentsprófsbrautum. Þrír af félagsvísindabraut, þrír af náttúruvísindabraut, níu af opinni stúdentsbraut og tveir með stúdentspróf af fagbraut. Verðlaun fyrir góðan námsárangur hlaut Ingveldur Hera Magnúsdóttir sem útskrifaðist sem sjúkraliði og stúdent af fagbraut. Glóð Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir einstaka þrautseigju og seiglu í námi.

Við upphaf athafnarinnar lék Oliver Rähni nemandi skólans á 2. ári etýðu Op. 8, No. 11 eftir Alexander Scriabin á píanó. Síðan stýrðu Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari og Heiðrún Tryggvadóttir áfangastjóri brautskráningu og afhendingu verðlauna. Þá fluttu nýstúdentarnir Andri Fannar Sóleyjarson og Magni Jóhannes Þrastarson lagið My way og Pétur Ernir Svavarsson lék með þeim á píanó. Að lokum ávarpaði Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari nýstúdenta og sjúkraliða og óskaði þeim heilla í framtíðinni.

 

 

Til baka