Brautskráning á vorönn 2022

19 maí 2022

Brautskráning á vorönn 2022

Ljósmynd: Fjölnir Ásbjörnsson
Ljósmynd: Fjölnir Ásbjörnsson
1 af 2

Laugardaginn 21. maí 2021 verður brautskráning frá Menntaskólanum á Ísafirði. Athöfnin fer fram í Ísafjarðarkirkju og hefst kl. 13:00.

Brautskráðir verða 50 nemendur af 10 námsbrautum. Af útskriftarnemum eru 12 dagskólanemendur, 24 dreifnámsnemendur og 14 nemendur í fjarnámi sem eru með MÍ sem heimaskóla.

20 nemendur útskrifast sem iðnmeistarar, tveir af sjúkraliðabraut, tveir nemendur af skipstjórnarbraut B og einn úr stálsmíðanámi og þrír nemendur útskrifast með diplómu úr förðun. 26 nemendur útskrifast með stúdentspróf. Einn af félagsvísindabraut, einn af náttúruvísindabraut - afreksíþróttasviði, 15 af opinni stúdentsprófsbraut og einn af opinni stúdentsprófsbraut - afreksíþróttasviði, einn nemandi útskrifast með stúdentspróf af starfsbraut og 7 með stúdentspróf af fagbraut. 

Allir eru velkomnir í athöfnina en hún verður einnig í beinu streymi frá Viðburðastofu Vestfjarða. Hér er hlekkur á beint streymi.

 

Til baka