Brautskráning í desember

20 des 2021

Brautskráning í desember

Laugardaginn 18. desember voru 29 nemendur af 9 námsbrautum brautskráðir frá skólanum við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirku. Einn nemandi brautskráðist með skipstjórnarnám A, 2 með skipstjórnarnám B, 2 sjúkraliðar, 2 af sjúkraliðabrú og 3 úr stálsmíðanámi. Tuttugu og þrír nemendur brautskráðust með stúdentspróf, 3 af félagsvísindabraut, 1 af náttúruvísindabraut, 14 af opinni stúdentsbraut og 4 með stúdentspróf af fagbraut. Veitt voru verðlaun fyrir þrautseigju og framfararir í námi og þau hlaut Guðmundur Elías Helgason sem lauk námi á stálsmíðabraut. Rán Kjartansdóttir hlaut hæstu einkunn á stúdensprófi með meðaleinkunn 9,37, en hún lauk námi af opinni stúdentsbraut. Við athöfnina lék Oliver Rähni nemandi skólans á 3. ári, tvö einleiksverk á píanó.

Menntaskólinn á Ísafirði þakkar nemendum, starfsfólki og gestum kærlega fyrir samveruna í útskriftarathöfninni og kærar þakkir eru færðar velunnurum skólans sem gáfu verðlaun og aðrar gjafir sem afhent voru við athöfnina. 

Til baka