Brautskráning og skólaslit

23 maí 2024

Brautskráning og skólaslit

Laugardaginn 25. maí 2023 verður brautskráning frá Menntaskólanum á Ísafirði. Athöfnin fer fram í Ísafjarðarkirkju og hefst kl. 13:00.

Að þessu sinni munum við brautskrá 61 nemanda af 14 námsbrautum. Af útskriftarnemum eru 38 dagskólanemendur, 15 dreifnámsnemendur og 8 nemendur í fjarnámi sem eru með Menntaskólann á Ísafirði sem heimaskóla.

Sjö nemendur útskrifast af matartæknibraut, þrír nemendur útskrifast af sjúkraliðabraut og tveir nemendur af lista- og nýsköpunarbraut. Níu nemendur útskrifast af vélstjórnarbraut A, þrír nemendur útskrifast úr stálsmíði, einn nemandi af skipsstjórnarbraut A og tveir nemendur af skipsstjórnarbraut B. Einn nemandi útskrifast af húsasmíðabraut og einn nemandi úr iðnmeistaranámi.

36 nemendur útskrifast með stúdentspróf. Þrír af félagsvísindabraut, 11 af náttúruvísindabraut og þar af fjórir með íþróttasvið. 17 nemendur útskrifast af opinni stúdentsbraut, þar af einn með íþróttasvið. Tveir nemendur ljúka námi af starfsbraut og þrír nemendur ljúka stúdentsprófi af fagbraut.

Auk þess munu 16 nemendur útskrifast úr grunnnámi málm- og véltæknigreina.

Allir eru velkomnir í athöfnina en hún verður einnig í beinu streymi frá Viðburðastofu Vestfjarða. Hér er tengill á beint streymi

Til baka