Dagur íslenskrar tungu

16 nóv 2023

Dagur íslenskrar tungu

1 af 2

Í dag er afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar og jafnframt dagur íslenskrar tungu. Á bókasafninu var haldið upp á daginn og ýmsum nýjum og nýlegum bókum eftir íslenska höfunda teflt fram til kynningar. Við veltum líka fyrir okkur tungumálum almennt því í Menntaskólanum á Ísafirði eru töluð mörg mismunandi tungumál og um fjórðungur nemenda okkar hefur annað móðurmál en íslensku. Í óformlegri könnun meðal nemenda og starfsfólks kom í ljós að tungumálin eru a.m.k. 17 talsins. Við fögnum fjölbreytileikanum og degi íslenskrar tungu í dag. 

Til baka