Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

16 nóv 2015

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

1 af 2
Í dag 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar er dagur íslenskrar tungu. Var hann haldinn hátíðlegur í MÍ með viðamikilli dagskrá á sal í umsjón íslenskukennaranna Emils Inga Emilssonar og Sólrúnar Geirsdóttur.  Þau Ragnar Óli Sigurðsson, Emma Jóna Hermannsdóttir og Veturliði Snær Gylfason lásu upp úr verkum sem öll tengdust Vestfjörðum á einhvern hátt. Isabel Alejandra Diaz og Kristín Harpa Jónsdóttir sungu Sofðu unga ástin mín og skáldið og fyrrum MÍ-ingurinn Eiríkur Örn Norðdahl las upp úr nýjustu skáldsögu sinni Heimsku. Dagskráin endaði síðan á spurningakeppni á netinu þar sem allar spurningarnar tengdust íslensku á einn eða annan hátt. Fleiri myndir frá dagskránni má finna á myndasíðunni en myndasmiður var Hjalti Heimir Jónsson.


Til baka