Danskir nemar í heimsókn

10 nóv 2015

Danskir nemar í heimsókn

Tryggvi málmiðnkennari, Morten, Rasmus og Jonas
Tryggvi málmiðnkennari, Morten, Rasmus og Jonas
1 af 3
Í síðustu viku komu þrír málmiðnnemar frá EUC Lillebælt-skólanum í Danmörku til þriggja vikna dvalar á Ísafirði. Nemarnir þrír, Jonas, Morten og Rasmus, voru fyrstu vikuna hér í skólanum en seinni tvær vikurnar munu þeir vinna í ísfirskum málmiðnfyrirtækjum. Á meðan á dvölinni í skólanum stóð sóttu þeir ýmsa tíma sem tengjast málmiðngreinum undir leiðsögn Tryggva Sigtrygssonar málmiðnkennara, en einnig sóttu þeir ýmsa aðra tíma og fóru m.a. í dönskutíma sem nokkurs konar aðstoðarkennarar. Þetta er fimmta árið í röð sem MÍ fær danska málmiðnnema í heimsókn. Eftir páska munu svo fjórir MÍ-ingar í málmiðngreinum halda til Danmerkur og dvelja þar við nám og störf í nokkrar vikur. Er þetta gott dæmi um vel heppnað samstarf bæði milli skóla og landa sem stækkar svo um munar sjóndeildarhring þeirra sem að koma.

Til baka