EMMÍ Sprett-upp afmælissýning

14 maí 2024

EMMÍ Sprett-upp afmælissýning

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá fyrstu útskrift úr MÍ verður opnuð svokölluð ,,sprett-upp" afmælissýning í Gryfjunni föstudaginn 24. maí. Á sýningunni verður lögð áhersla á dulda námskrá skólans og því verður nemendamenningin í fyrirrúmi. Til að undirbúa sýninguna hefur verið haft samráð við fimm fyrrverandi útskriftarárganga ásamt stjörnum núverandi útskriftar og mun því sýningin spanna nemendasögu MÍ allt frá fyrsta útskriftarárgangi til útskriftarárgangs dagsins í dag. Sýningin verður opin frá kl. 17 til 20 föstudaginn 24. maí og frá kl. 15-17 laugardaginn 25. maí. Verið öll velkomin!

 

Til baka