Frá Vísindadögum 2019

15 nóv 2019

Frá Vísindadögum 2019

Setning Vísindadaga - Júlía Björnsdóttir og Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari
Setning Vísindadaga - Júlía Björnsdóttir og Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari
1 af 30

Vísindadagar 2019 voru haldnir 13. og 14. nóvember s.l. Í stað hefðbundinnar kennslu þess daga var fjölbreytt dagskrá í boði. Nemendur kynntu ýmis verkefni sem þeir hafa verið að fást við á önninn, fyrir samnemendum og starfsfólki skólans. Einnig komu góðir gestir í skólann frá rannsóknarsamfélagi Vestfjarða og kynntu rannsóknir og vísindastörf af ýmsum toga. Þátttaka nemenda var mjög góð og skemmtilegt og fræðandi var að fylgjast með kynningum nemenda sem og með kynningum frá rannsóknarsamfélaginu. Í lok Vísindadaga voru veitt verðlaun fyrir áhugaverðar kynningingar og vísindagetraun. Vísindadaganefnd sem skipuð var kennurunum Einari Þór, Júliu og Jóhanni fær kærar þakkir fyrir góðan undirbúning. Einnig er þátttakendum frá rannsóknarsamfélagi Vestfjarða þakkað kærlega fyrir sitt framlag og vonandi mun samstarf halda áfram við skólann á þessum vettvangi. Síðast en ekki síst fá allir nemendur skólans kærar þakkir fyrir góða og virka þátttöku í Vísindadögum.

Til baka