Frábær söngkeppni!

13 nóv 2015

Frábær söngkeppni!

Sigríður Elma Björnsdóttir sigurvegari söngkeppni MÍ 2015
Sigríður Elma Björnsdóttir sigurvegari söngkeppni MÍ 2015
Mikið erum við í MÍ stolt af hæfileikaríkum nemendum okkar sem stóðu sig frábærlega öll með tölu í kvöld, keppendur, húshljómsveitin og aðrir sem gerðu söngkeppnina að veruleika. Söngatriðin voru alls 10 og stóðu flytjendur sig með miklum sóma.

Flytjendur voru Kristín Harpa Jónsdóttir, Erna Kristín Elíasdóttir, Sigríður Elma Björnsdóttir, Sigríður Salvarsdóttir, Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, Þórhildur Bergljót Jónasdóttir, Anton Líni Hreiðarsson og Vilhelm Stanley Steinþórsson, Daníel Snær Viðarsson, Heiðdís Birta Jónsdóttir Thompson, Hafdís Katla Jónsdóttir Thompson og Melkorka Ýr Magnúsdóttir.

Sérstök húshljómsveit sá um undirleik en hana skipuðu Þormóður Eiríksson, Björn Dagur Eiríksson, Magnús Ingi Traustason, Slavyan Yordanov Yordanov og Kristín Harpa Jónsdóttir. Kynnir var fyrrum nemandi MÍ, Einar Viðar Guðmundsson.

Dómnefnd skipuðu Guðmundur Hjaltason, Dagný Hermannsdóttir, Steingrímur Rúnar Guðmundsson og Guðrún Jónsdóttir.

Úrslit keppninnar urðu þau að í 3. sæti varð Erna Kristín Elíasdóttir sem söng lagið One call away með Charlie Puth. Í 2. sæti varð Þórður Alexander Úlfur Júlíusson sem söng lagið Frome Eden með Hozier. Í 1. sæti varð Sigríður Elma Björnsdóttir sem söng lagið One and only með Adele. Hlutu þau margs konar verðlaun frá hinum ýmsu fyrirtækjum hér í bæ. Sigurvegarinn, Sigríður Elma, mun verða fulltrúi MÍ í Söngkeppni framhaldsskólanna 2016 og verður spennandi að fylgjast með henni stíga þar á svið.

Til hamingju öll sem eitt sem tókuð þátt og til hamingju Sigríður Elma með sigurinn. Nemendafélagi MÍ, öllum styrktaraðilum, hljóðmönnum, ljósamönnum og öðrum sem gerðu þessa keppni að veruleika þökkum við kærlega fyrir þeirra framlag.

Myndir frá keppninni má finna í myndaalbúmi hér á síðunni, myndasmiður var Hjalti Heimir Jónsson.

Til baka