Franskir gestir í heimsókn

8 apr 2024

Franskir gestir í heimsókn

Í þessari viku erum við með góða gesti frá Frakklandi í skólanum. Þetta eru 24 nemendur og þrír kennarar frá vinaskóla okkar Lycée Sainte Marie du Port í strandbænum Les Sables d´Olonne á vesturströnd Frakklands. Samstarfið við þennan skóla hefur nú staðið í bráðum 20 ár en fyrsti hópurinn frá þeim kom í heimsókn til okkar haustið 2004. Frönsku nemendurnir dvelja á heimilum nemenda úr MÍ og í haust er ætlunin að íslensku nemendurnir endurgjaldi heimsóknina. Það er Nadja frönskukennari sem hefur veg og vanda af móttöku frönsku gestanna og er dagskráin að venju fjölbreytt þessa daga sem þau dvelja á svæðinu. 

Til baka