Frumsýning á Sólrisuleikriti LMÍ

11 mar 2022

Frumsýning á Sólrisuleikriti LMÍ

1 af 4

Leikfélag nemendafélags MÍ frumsýnir leikritið Ekki um ykkur eftir Gunnar Gunnsteinsson í Edinborgarhúsinu kl. 20 í kvöld. Æfingar hafa staðið yfir frá því í lok janúar og gengið vel. Það verður spennandi að sjá afraksturinn en leikritið verður sýnt áfram um helgina og alla næstu viku. Sýningar hefjast kl. 20 og nánari upplýsingar eru á síðu leikfélagsins leikfelaglmi.is  Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingu fyrir skömmu, ljósmyndari er Ágúst Atlason (Gusti Productions). 

Til baka