Frumsýning sólrisuleikrits 2020

19 feb 2020

Frumsýning sólrisuleikrits 2020

Mynd frá Nemendafélagi MÍ
Mynd frá Nemendafélagi MÍ

Undanfarnar vikur hafa menntskælingar sem koma að sólrisuleikriti NMÍ æft stíft.

Sólrisuleikritið í ár er söngleikurinn víðförli Mamma Mía og verður verkið frumsýnt í Edinborgarhúsinu föstudaginn 28. febrúar kl. 20.

Leikstjóri sýningarinnar er Skúli Gautason og formaður leikfélagsins er Ásrós Helga Guðmundsdóttir.

 

Nánari upplýsingar um dagskrá og miðapantanir á Facebook síðu leikritisins:

MAMMA MIA 

Til baka