Fyrirkomulag kennslu vikuna 2. - 6.nóv.

1 nóv 2020

Fyrirkomulag kennslu vikuna 2. - 6.nóv.

Kæru nemendur,

nú er ljóst að hertar sóttvarnaraðgerðir munu gilda til og með 17. nóvember.

Við munum halda áfram með allt bóknám á Teams. Eina breytingin verður sú að frá og með morgundeginum, 2. nóv., verður NÁSS einnig eingöngu kennt á TEAMS.


Kennsla í verknámi helst óbreytt að mestu en nemendur munu fá upplýsingar frá kennurum þar sem um breytt fyrirkomulag verður að ræða vegna hópastærða.

Kennsla á starfsbraut helst óbreytt.


Einstaka nemendur þurfa að mæta skv. stundatöflu nema annað komi fram frá kennurum á Moodle. Það eru nemendur í eftirtöldum áföngum:

• EFNA3EJ05 stofa 7, kennari: Jónas Þór Birgisson
• KVMG1IK05 stofa 10-12, kennari: Einar Þór Gunnlaugsson
• TÓNL1HS05 stofa 8, kennari: Andri Pétur Þrastarson

Nú sem áður er mikilvægt að sinna persónubundnum sóttvörnum. Alls staðar þarf að halda 2 metra fjarlægð og grímuskylda er áfram í skólanum.

Nú er ljóst að um langhlaup er að ræða. Við getum þetta öll saman, förum varlega, og hugsum vel um okkur og alla í kringum okkur.

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við skólann.

Gangi ykkur öllum vel í komandi kennsluviku.

Til baka