Fyrsti skóladagur á vorönn 2021

6 jan 2021

Fyrsti skóladagur á vorönn 2021

Nemendur ásamt kennara sínum í málmsmiðasal
Nemendur ásamt kennara sínum í málmsmiðasal
1 af 4

Í dag 6. janúar hófst kennsla í MÍ eftir jólaleyfi. Þau gleðilegu tímamót eru jafnframt að nú koma allir nemendur í skólann, bæði nemendur í verk- og starfsnámi og í bóknámi. Reglugerð frá 1. janúar um fjöldatakmarkanir í skólastarfi gerir þetta mögulegt, að því tilskyldu að grímur séu notaðar þar sem ekki næst að halda tveggja metra fjarlægð og hópastærðir fara ekki yfir 30 einstaklinga. 

Þessu fögnum við öll og starfsfólk MÍ býður nemendur hjartanlega velkomin aftur í skólann.

Til baka