Fyrsti skóladagur þar sem kennt er samkvæmt stundatöflu

24 ágú 2020

Fyrsti skóladagur þar sem kennt er samkvæmt stundatöflu

Í dag hófst skólahald með kennslu samkvæmt stundatöflu. 

Skólastarf er með breyttum hætti vegna covid 19. Við fylgjum sóttvarnarreglum til þess að gera starfsumhverfi nemenda og starfsmanna eins öruggt og hægt er. Það er meðal annars gert með því að takmarka smitleiðir og samneyti meðal nemenda og starfsmanna. 

Hlutverk nemenda er mikilvægt í sóttvörnum og nauðsynlegt að allir fylgi leiðbeiningum skólans, viðhafa gott hreinlæti og sóttvarnir. Veikir nemendur og starfsmenn koma ekki í skólann. 

Skólinn er aðskildur í fjögur sóttvarnarrými: efri og neðri hæð bóknámshúss, verknámshús og mötuneyti/heimavist.

Í hvert sinn sem farið er inn í nýtt sóttvarnarsvæði skal spritta sig, einnig eru sprittstöðvar fyrir framan hverja kennslustofu og nemendur eru beðnir að spritta sig áður en þeir fara inn í stofuna, sem og að spritta sitt vinnusvæði (borð og stóla) í lok kennslustundar. 

Gangar eru einungis til að ferðast á milli stofa. Búið er að líma örvar á gólf sem sýna gönguleiðir, eftir göngum gildir hægri reglan. Öll hópamyndun á göngum eða í öðrum rýmum skólans eins og Gryfju eða bókasafni er stranglega bönnuð. 

 

Þetta eru óvenjulegar aðstæður og saman gerum við öll okkar besta til að skólastarf geti farið fram með góðum og öruggum hætti. 

 

Slóð á stundatöfluna er HÉR 

 

Almennar leiðbeiningar fyrir vikuna eru HÉR 

 

Til baka