Fyrstu kennsluviku lokið

8 jan 2021

Fyrstu kennsluviku lokið

Þá er fyrstu kennsluviku vorannar lokið. Við í MÍ erum mjög glöð og ánægð að hafa getað hitt nemendur í skólahúsnæðinu og að skólastarfið geti farið af stað í staðkennslu. Við erum líka stolt og þakklát fyrir hversu vel nemendur hafa farið að öllum tilmælum um sóttvarnir og grímunotkun. Þeir eruð til fyrirmyndar! 

Skólastarf næstu viku verður með sama sniði og þessa vikuna nema við gerum örlitlar breytingar á opnunartíma mötuneytisins. Við minnum síðan á að kennsla á afreksíþróttasviði hefst í næstu viku.

Hér má lesa nánar um skólastarfið í næstu viku.

 

Til baka