Fyrstu viku í kennslu haustönn 2020 lokið

28 ágú 2020

Fyrstu viku í kennslu haustönn 2020 lokið

Sprittstöðvar, umferðarmerkingar á göngum og lokun á milli hæða.
Sprittstöðvar, umferðarmerkingar á göngum og lokun á milli hæða.

Nú er fyrstu viku fullrar kennslu á haustönn 2020 að ljúka. 

Skólinn fylgir sóttvarnarreglum og hefur gert þær ráðstafanir sem þarf til að gera starfsumhverfi nemenda og starfsmanna eins örugg og hægt er.

Til dæmis er skólahúsnæði skipt upp í fjögur sóttvarnarrými og þurfa nemendur og starfsmenn að fara út úr einu rými til að komast inn í annað, eins og á milli hæða í bóknámshúsi. 

Allir nemendur og starfsfólk hafa lagt sig fram við að fylgja sóttvarnarreglum og laga sig að breyttum aðstæðum í skólastarfinu, sem fer vel af stað og spennandi haustönn framundan. 

 

 

 

 

Til baka