Galíleósjónauki að gjöf

8 feb 2011

Galíleósjónauki að gjöf

Jón Sigurðsson frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness afhendir aðstoðarskólameistara gjöfina
Jón Sigurðsson frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness afhendir aðstoðarskólameistara gjöfina

Á dögunum barst okkur í MÍ gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Jón Sigurðsson fulltrúi félagsins færði skólanum einkar glæsilegan Galíleósjónauki sem gerir okkur kleift að skoða himintunglin eins og Galíleó sá þau og jafnvel enn betur. Einnig fylgdi með heimildarmyndin Horft til himins og eintak af tímariti Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness frá ári stjörnufræðinnar 2009. Við sendum Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness okkar bestu þakkir fyrir gjöfina.


Þeir sem hafa áhuga á að fræðast um sjónaukann eða hafa almennan áhuga á stjörnufræði geta skoðað stjörnufræðivefinn sem tengist verkefninu. En stjörnufræðivefurinn er íslenskur alfræðivefur um allt sem viðkemur stjörnufræði. Honum er ætlað að efla áhuga almennings á stjörnufræði og auðvelda aðgengi að efni um stjörnufræði á íslensku.

stjornuskodun.is

Til baka