Geðfræðsla fyrir nýnema

30 okt 2018

Geðfræðsla fyrir nýnema

Sigrún Harpa Stefánsdóttir og Hreinn Þórir Jónsson
Sigrún Harpa Stefánsdóttir og Hreinn Þórir Jónsson

Á dögunum fengu allir nýnemar geðfræðslu á vegum Hugrúnar. Hugrún er félag stofnað af hópi háskólanema í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði, sem hefur það að markmiði að auka þekkingu ungs fólks á geðheilsu. Læknaneminn Sigrún Harpa Stefánsdóttir og sálfræðineminn og fyrrum MÍ-ingurinn Hreinn Þórir Jónsson fóru í alla þrjá nýnemahópana í náms- og starfsfræðslu og ræddu við nemendur um geðheilsu, geðsjúkdóma og úrræði sem standa þeim til boða.

 

Hugrún vill benda þér á síma bráðamóttöku geðsviðs 543-2050 eða í síma neyðarlínunnar 112. Einnig er ávallt einhver til staðar í hjálparsíma Rauða Krossins 1717, sem og í nafnlausu netspjalli á raudikrossinn.is.

Hugum að geðheilbrigði. Verum #Huguð.

Til baka