Gestir frá Lycée Ste Marie du Port í MÍ

7 mar 2022

Gestir frá Lycée Ste Marie du Port í MÍ

1 af 4

Þessa dagana eru góðir gestir hjá okkur í MÍ. Þetta er hópur 23 nemenda frá samstarfsskóla okkar Lycée Ste Marie du Port í bænum Les Sables d´Olonne á vesturströnd Frakklands. Með nemendum í för eru þrír starfsmenn skólans og hópurinn verður á Ísafirði í eina viku. Nemendur í MÍ munu svo endurgjalda heimsóknina eftir tvær vikur en þá heldur hópur þeirra ásamt kennurum til Frakklands. Dagarnir á Ísafirði og í nágrannabæjunum verða nýttir til skoðunarferða og í verkefnavinnu. Frönsku nemendurnir mæta einnig í kennslustundir í skólanum auk þess að kynnast og taka þátt í fjölskyldulífi gestgjafa sinna úr hópi MÍ-inga. Í dag var útivistardagur eftir skóla þar sem krakkarnir fóru í göngutúr og skelltu sér á sleða. 

Til baka