Gettu betur 2009

13 jan 2009

Gettu betur 2009

Keppni í Gettu betur er hafin og voru fyrstu 3 viðureignirnar sendar út á Rás 2 í gærkvöldi. Í liði MÍ eru að þessu sinni reynsluboltarnir Halldór Smárason og Hjalti Már Magnússon auk Gunnars Atla Gunnarssonar sem reyndar hefur komið að því að þjálfa liðið og staðið fyrir undankeppnum innan skólans. Lið MÍ mun keppa við Borgarholtsskóla í fyrstu umferð og verður keppnin send út miðvikudaginn 14. janúar kl. 20:00.

Til baka