Gettu betur lið MÍ gegn kennurum MÍ

12 feb 2020

Gettu betur lið MÍ gegn kennurum MÍ

Gettu betur lið Menntaskólans á Ísafirði skoraði á kennara skólans í spurningakeppni sem liður í undirbúningi fyrir viðureignina gegn Verzlunarskóla Íslands í sjónvarpssal RÚV föstudaginn 21. febrúar nk. 

Kennarar tóku að sjálfsögðu áskoruninni og fór viðureignin fram í Gryfjunni í dag.

Gettu betur lið MÍ hafði tveggja stiga forskot eftir hraðaspurningar og hélt þeirri forystu eftir bjölluspurningar. Gettu betur lið MÍ náði svo að svara lokaspurningunni með glæsibrag og vann lið kennara því nokkuð örugglega með fjögurra stiga mun. 

Við óskum Gettu betur liði MÍ til hamingju með sigurinn og áframhaldandi velgengni í undirbúningi fyrir viðureignina gegn Verzlunarskóla Íslands. 

 

Til baka