Gettu betur og Morfís

30 jan 2015

Gettu betur og Morfís

Þann 12. janúar s.l. mætti glænýtt Gettu betur lið MÍ liði Borgarholtsskóla í spennandi keppni. Leikar fóru svo að nýliðarnir höfðu betur í hraðaspurningunum en lið Borgarholtsskóla náið yfirhöndinni í bjölluspurningum og stóð uppi sem sigurvegari með 21 stigi gegn 16 stigum MÍ-inga. Þar sem lið MÍ var aðeins skipað nýnemum má ætlað að mikils sé af þeim að vænta á næstu árum með aukinni reynslu. LIð MÍ skipuðu þau Friðrik Þórir Hjaltason, Jóhanna María Steinþórsdóttir og Veturliði Snær Gylfason sem öll eru á fyrsta ári.
Þann 23. janúar s.l. mætti Morfís lið MÍ liði FSU á Selfossi. Lið MÍ mætti til keppni á Selfossi með um 15 manna stuðningsmannahópi. Keppnin gekk vel hjá okkar liði en þó fóru leikar svo að FSU vann nauman sigur. Lið MÍ skipuðu þeir Ragnar Óli Sigurðsson, Veturliði Snær Gylfason og Þórður Alexander Úlfur Júlíusson.

Til baka