Gróskudagar 2020

4 mar 2020

Gróskudagar 2020

Gróskudagar eru hluti af Sólrisuviku en þá er hefðbundinni kennslu skipt út 

fyrir smiðjur af ýmsum toga, til dæmis fræðslugöngur um bæinn, 

skapandi skrif, fréttaskrif, ýmis borðspil og víkingaskák, 

borðtennismót, spurningakeppnir, eldamennsku og kleinugerð. 

Skíðagöngusmiðja er ávallt vel sótt og eru þátttakendur

bæði byrjendur og lengra komnir. Smiðjunni stýrir Stella Hjaltadóttir náms- og starfsráðgjafi

skólans og skíðakennari.  

Skíðagöngusmiðjan vekur alltaf mikla lukku meðal nemenda,

eins og sjá má á meðfylgjandi mynd frá skíðagöngu dagsins. 

Til baka